Skip to main content

Það er ekki svo flókið að finna ódýra gistingu í syndaborginni Las Vegas í Bandaríkjunum. Samkeppni mikil og mörg stærri hótelin veðja á að þú eyðir meiru í spilavítum þeirra ef gistingin er ódýr og fái þannig sitt vel til baka. En svo eru það óvæntu aukagjöldin sem koma í bakið á þér.

Þessi bókunarsíða tiltekur umrætt hótelgjald en það er undantekning.

Um 90 prósent allra hótela í Las Vegas hafa tekið upp sérstakt „hótelgjald“ sem innheimt er af gestum við brottför og á að dekka ýmsa þá þjónustu sem annars staðar er hluti af pakkanum. Hlutir eins og aðgangur að heilsurækt, frí dagblöð, sundlaugaraðgangur og þráðlaust net svo nokkur dæmi séu tekin.

Það sem fáir vita nema þeir sem lent hafa í er að hótelgjaldið er æði hátt og sjaldnast kemur fram þessi aukakostnaður við bókun hvort sem er gegnum síma eða netið. Enginn getur heldur hafnað því að greiða fyrir. Þetta er með öðrum orðum skylda.

Við nefnum þetta vegna þess að gjaldið getur tekið dálítið vel í veskin. Á allra flottustu hótelunum: Bally´s, Bellagio, Caesar´s Palace og Four Seasons er hótelgjaldið um 30$ per nótt eða sem nemur um 3.400 krónum þegar þetta er skrifað. Þannig bætast sautján þúsund krónur við hótelreikninginn sé gist í vikutíma ofan á það sem þegar hefur verið greitt fyrir gistinguna. Gjaldið er lægra hjá minni hótelum en þó til staðar líka. Þar algengt að gjaldið nemi 10$ til 20$ per nótt.

Óhætt að hafa bak eyra ef þú ætlar að mála bæinn rauðan í Vegas einn daginn.