Bloggfærsla um miklar tafir og leiðindi hóps farþega Wow Air til Salzburg um miðjan janúar hefur vakið athygli en þar fer Valgarður Guðjónsson hörðum orðum um litla þjónustulund flugfélagsins.

Endurgreiðsla og bætur ef flug tefst um sólarhring. Mynd Aero Icarus
Endurgreiðsla og bætur ef flug tefst um sólarhring. Mynd Aero Icarus

Flogið var til Salzburg en þar ekki hægt að lenda svo flogið var með hópinn til Stuttgart til bráðabrigða. Þar tók við löng bið áður en hópnum var smalað upp í vél að nýju og aftur reynt að fljúga til Salzburg. Það mistókst og aftur horfið til Stuttgart þar sem farþegar voru sendir á hótel.

Litlar sem engar upplýsingar fengust meðan beðið var að sögn Valgarðs. Enginn fékk upplýsingar um rétt sinn eins og lög kveða á um og eftir að heim var komið hefur flugfélagið þráast við að veita liðsinni.

Lítt spennandi og allra síst með ung börn með í för. Einmitt svona óvænt atvik sem skera á milli góðra flugfélaga og hinna enda LYKILATRIÐI að viðskiptavinir séu ekki í tómu limbói miðja leið á áfangastað í útlöndum. Þetta minnir dálítið á framkomu Iceland Express sem oft hafði lítt fyrir að veita aðstoð þegar á bjátaði.

Í öllu falli eiga farþegar í þessari ferð undantekningarlaust rétt á bæði endurgreiðslu sem og skaðabótum af hálfu Wow Air.

rettindi