Þig hefur dreymt um Karíbahafssiglingu um ár og aldir og ekki síður langað að komast í verslanir þar sem þúsund prósent álagning er ekki normið. Tækifærið gæti verið núna að slá þessar tvær flugur með einu höggi.

Feitur afsláttur af yndislegri skemmtisiglingu í boði nú.
Feitur afsláttur af yndislegri skemmtisiglingu í boði nú.

Breska ferðaskrifstofan Iglu er nú að auglýsa sértilboð á æði safaríkri ferð og siglingu sem farin verður þann 24. maí næstkomandi og því ekki langur tími til stefnu.

Um er að ræða flug frá London til Orlando þar sem gist er í fimm nætur í viðbót við hreint frábæra skemmtisiglingu með Carnival Sunshine frá Port Canaveral á Flórída alla leið til hinnar mögnuðu Arúba með stoppi á ekki síðri sólarstöðum en Curacao og Grand Turk í þokkabót.

Alls tekur túrinn tvær vikur og þar af fimm dagar á hóteli við I-Drive í Orlando sem margir Íslendingar þekkja og er mekka skemmtunar þar um slóðir. Ekki langt í margar góðar og ódýrar verslanir heldur eins og lesa má um í vegvísi Fararheill um Orlando hér.

Það allra besta er samt verðið á þessari ferð. Frá Bretlandi kostar þessi túr 191 þúsund krónur á mann miðað við tvo í innriklefa og við þurfum því að bæta við milli 70 og 80 þúsundum fyrir flugið héðan og heim aftur að ferð lokinni. Þrátt fyrir aukakostnaðinn er heildarkostnaður samt ekki nema um 460 þúsund alls á parið fyrir þessa líka ljúfu ferð.

Berum það saman við svipaða ferð Vita í haust. Þar líka gist fimm nætur í Orlando áður en siglt er um Karíbahafið í rúma viku í innriklefa en reyndar með íslenskum fararstjóra og í stærra skipi. Sá túr kostar parið að lágmarki 679 þúsund krónur eða 220 þúsund krónur meira en tilboð þeirra bresku. Það má kaupa mikið af dóti í Orlando fyrir 220 þúsund.

Nánar hér.