Ýmislegt er í boði þarna úti fyrir ferðaþyrsta og rómantíska elskendur. En auðvelt væri að færa rök fyrir að einn besti kosturinn sé vikudvöl í endurnýjaðri sveitavillu skammt frá bestu ströndum Ítalíu.

Villan sem um ræðir er gömul og falleg og kósí.
Villan sem um ræðir er gömul og falleg og kósí.

Einhver gæti hugsað sem svo að hér séum við að meina Umbria eða Toskana héruð sem hafa lengi vel þótt kjörstaðir fyrir ástfangna og hafa sannarlega margt upp á að bjóða. En hvorug þessara héruða eru þó mjög nálægt sjó.

Það er hins vegar strandborgin Brindisi sem tilheyrir hinum fræga „hæl“ Ítalíu og er mun sunnar en ofangreind héruð. Það er skammt frá Brindisi þar sem nú gefst tækifæri til að dvelja vikustund með hálfu fæði í ljúfri sveitavillu fyrir rúman hundrað þúsund kall á mann miðað við tvo saman.

Ekki aðeins er innifalin dvöl í eins þægilegu umhverfi og hægt er að hugsa sér heldur og innifaldar kynningar á víni og olíu líka. Ekki þessari svörtu viðbjóðslegu heldur matarolíu úr héraði. Sæki leiði að eitt augnablik er ekki of langt að skjótast á fínar strendur heldur.

Þessi ferð er í boði gegnum Travelbird frá Stansted á England frá maí og fram í október. Miðaverð misjafnt og reyndar alveg niður í 53 þúsund krónur án farangurs í maímánuði. En það fer heldur enginn á hausinn í júní þegar sama ferð fæst kringum 65 þúsund krónur á mann.

Ofan á þetta bætist flug héðan og heim aftur sem er gróflega 30 til 40 þúsund á mann og kannski peningur aukreitis fyrir farangur. Þrátt fyrir það gæti þessi ferð verið ykkar kringum 200 þúsund krónur á parið í júnímánuði þegar hitastig í Apulia á Ítalíu er að meðaltali um 23 gráður og ekki algjör steik. Það hljómar vel í okkar eyru 🙂

Meira hér.