Gangi spár loftslagsvísindamanna eftir gæti orðið töluvert óþægilegra að fljúga til og frá Íslandi í framtíðinni en raunin er nú. Líkön sýna að ókyrrð í lofti á þessum slóðum gæti meira en tvöfaldast frá því sem nú er.

Mun meiri og verri ókyrrð í framtíðinni. Mynd Ahmed Kapoor
Mun meiri og verri ókyrrð í framtíðinni. Mynd Ahmed Kapoor

Einn úr ritstjórn Fararheill hefur orðið vitni að tiltölulega alvarlegum meiðslum flugþjóns þegar flogið var óvænt inn í mikla ókyrrð yfir Indlandi fyrir nokkrum árum síðan. Slíkum slysum fer fjölgandi og samkvæmt reiknilíkönum vísindamanna verður ókyrrð í lofti bæði algengari og verri á næstu árum og áratugum. Allt að 40% meiri ókyrrð en nú gerist og allt að því 170 prósent oftar þegar líða fer á öldina. Vægast sagt óspennandi tilhugsun.

Ástæðan er síaukinn koltvísýringur í andrúmslofti jarðar sem fræðimenn segja ljóst að hafi veruleg áhrif á svokallaða skotvinda í háloftunum. Það eru skotvindar sem valda ókyrrð af því taginu sem ekki er hægt að sjá fyrir með veðurkortum eða radar. Slík ókyrrð gerist fyrirvaralaust og það jafnvel í besta veðri.

Það er því líklegra ekki til betri ástæða að kýla á draumaferðina þína núna en ekki síðar á ævinni því óhætt er að fullyrða að töluverður fjöldi fólks hugsar sig tvisvar um að fljúga þegar og ef slæm ókyrrð verður normið en ekki undantekning eins og nú er.

Nánar um málið hér.