Bullandi gróði á ferðaskrifstofum svindlarans og skattsvikarans Pálma Haraldssonar. Sem segir okkur hér að annaðhvort er stór hluti landsmanna hlynntur því að labba um með kaktus uppi í afturendanum eða það sem verra er; fólk veit ekki betur.

Enn og aftur hægt að vitna frámunalega græðgi Úrval Útsýn með því að rýna í smáa letrið.

Áhugasamir þurfa ekkert að gúggla mikið til að fá að vita ýmislegt miður um herra Haraldsson. Gúgglaðu nafnið og tólf þúsund fregnir um kauða líta dagsins ljós. Hér hjá Fararheill má líka finna tugi greina um kauða og fyrirtæki hans.

Það er okkur sönn ánægja að bæta einni greininni við því eins og gamalt skáld sagði í denn þá er góð vísa aldrei of oft kveðin. Og kannski, kannski snýst einhverjum þarna úti hugur um að eiga viðskipti við manninn.

Erindið að þessu sinni er þetta:

Sérð þú eitthvað athugavert við þessa töflu Úrval Útsýn yfir aðra þjónustu á Tenerife?

Forfallagjald sleppur og auðvitað þarf að punga duglega fyrir betri sæti. En að heimta TÓLF ÞÚSUND KRÓNUR fyrir skutl frá flugvellinum og þangað aftur að ferð lokinni er hreinræktuð græðgi út í eitt. Gildir þá einu að í þessu tilfelli eru tveir fullorðnir og tvö börn að ferðast saman. Nema auðvitað að ferðast sé á milli í gullvagninum.

• Hreinræktuð græðgi sökum þess að vegalengdin frá flugvellinum og að hótelinu í þessu tilfelli er hvorki meira né minna en 19 kílómetrar eða gróflega fjórtán til fimmtán mínútna keyrsla.

• Hreinræktuð græðgi sökum þess að bíði fólk eftir flugvallarrútunni og taki hana í staðinn fram og aftur þá er kostnaðurinn fyrir þessa fjögurra manna fjölskyldu HEILAR 2600 krónur samtals.

• Hreinræktuð græðgi sökum þess að taki sama familía leigubíl frá vellinum og sömu leið til baka er kostnaðurinn rétt rúmar 6000 krónur alls. Helmingi lægra verð en taka rútutilboði Úrval Útsýn/Sumarferða.

Tvennt í stöðunni: halda áfram á vera vitleysingar og henda feitum seðlum inn á bók raðsvindlara eða prófa eins og einu sinni að leggja haus í bleyti stundarkorn. Að leggja saman tvo og tvo er ótrúlega upplífgandi…