Það er líka hægt að spara ágætar fúlgur á bílaleigu í Kanada líkt og í Bandaríkjunum ef fólk hefur oggupons fyrir.

Verðmunur á bílaleigubílum milli bílaleiga í Kanada getur skipt tugum prósenta.
Verðmunur á bílaleigubílum milli bílaleiga í Kanada getur skipt tugum prósenta.

Fararheill hefur oft og ítrekað fyrir fólki á leið til Bandaríkjanna að láta bílaleigur á flugvöllum alveg eiga sig. Leigja frekar frá litlum og óþekktum leigum sem finnast inni í borgunum sjálfum og bjóða undantekningarlítið mun hagstæðari kjör en þessir stóru frægu aðilar.

Þetta gildir vitaskuld einnig um bílaleigur í Kanada en fátt er skoðað í því stóra landi án þess að hafa bíl við höndina.

Öll fyrirhöfnin er þó ekki meiri en svo að langflestir aðilar vestanhafs bjóða skutl frá flugvelli að bílaleigu og jafnvel út á flugvöll líka þegar leigutíma lýkur. Skutlið undantekningarlítið frítt þó á því séu stöku undantekningar.

Hvað sparar fólk svo á slíku fyrirkomulagi? Er það ekki bara eitthvað klink?

Skoðaðu töfluna hér að neðan. Þar samanburður á einum sjö bílaleigum í Toronto í Kanada fyrir fjögurra daga leigu að sumarlagi. Hjá þekktari aðila með bás á flugvellinum, Budget, kostar meðalbíltíkin vel yfir 40$ á dag eða sem nemur rösklega fimm þúsund krónum íslenskum.

En ef þú bókar hjá smærri aðila og lætur sækja þig á flugvöllinn með skutlu er komist undir stýri á sams konar tík niður í 15$ sem gerir rétt rúmlega 1.800 krónur per dag.

Það þarf engan stærðfræðiprófessor til að reikna að sparnaður af lengri leigu skiptir tugum þúsunda þó um sams konar bíl sé að ræða.

trans