Jamm, hún er dálítið lygileg þessi fyrirsögn ekki satt? Við erum jú vanari því að sjá ferðir til hinnar ljúfu Balí verðlagðar á vel yfir hálfa milljón króna per haus hér á Fróni.

Fátt amalegt hér í Sanur á Balí

Þetta er staðreynd engu að síður gott fólk og aðeins þarf að eiga viðskipti við Dani en ekki Íslendinga til að finna 11 nátta pakkaferð til Balí niður í 110 þúsund krónur. Þar ofan á bætist auðvitað flugkostnaður frá Íslandi til gamla föðurlandsins og heim aftur. Með fyrirvara og tösku meðferðis ætti túrinn allur að kosta manninn 150 þúsund alls í versta falli. Tveir saman punga því út 300 þúsund krónum fyrir Balí-túrinn. Sem er algjör brandari og lægra verð en þú greiðir heima fyrir prumpferð til Mallorca.

Það er danska ferðaskrifstofan Yaneeda sem þetta er að bjóða þessa stundina eins og sjá má hér. Hér hangir þó aðeins á spýtu því engin dagsetning er á þessu fínu tilboði. Þessi ferðaskrifstofa virkar nefninlega á nútímamáta og leitar uppi hentugar dagsetningar eftir óskum viðskiptavina sinna. Hér er um að ræða tilboð á lágannatíma sem er eiginlega bara stór plús því tæplega fimm milljónir sækja þessa litlu eyju heim á ársgrundvelli.

Sendu Dönunum skeyti og vittu til hvort þú sért ekki að fara að eyða ellefu dögum á einhverjum vinsælasta sólarstað heims með elskunni þinni á þessu ári fyrir litlar 300 þúsund krónur 🙂