Skip to main content

K annski er ráð að hugsa sig tvisvar um næst þegar þú bókar flugsæti í millilandavél og vilt vera sem allra næst fremri útganginum til að komast snemma út. Það er nefninlega versti hugsanlegi staður ef vélin þarf að nauðlenda. Fyrir utan vitaskuld að þau sæti eru yfirleitt dýrari en önnur.

Því aftar sem þú ert í millilandaþotu því meiri líkur á að þú lifir af flugslys að því að talið er.

Því aftar sem þú ert í millilandaþotu því meiri líkur á að þú lifir af flugslys að því að talið er.

Fararheill hefur áður greint frá viðurkenndum rannsóknum sem sýnt hafa að mun meiri líkur eru á að lifa af flugslys sitji fólk aftarlega í vélunum en framar. Með öðrum orðum þá eiga milljónamæringar og viðskiptabubbar í úrvals farrými mun minni möguleika að lifa af en þeir sem sitja aftast.

Þetta hefur enn á ný verið staðfest en framleiðendur sjónvarpsþáttar brotlentu heilli Boeing 727 farþegarþotu fyrir nokkru eingöngu í því skyni að mæla nákvæmlega hvaða hlutar farþegarýmisins þyldu best árekstur við móður jörð.

Það reyndist vera afturhlutinn jafnvel þó í umræddu tilfelli næðist að lenda vélinni á tiltölulega eðlilegan hátt á flatlendi..

Rannsóknin sýndi að í þessu ákveðna slysi hefðu allir farþegar á fyrsta farrými látið lífið en 78 prósent þeirra sem aftar í vélinni voru hefðu að líkindum lifað af.

Kannski eitthvað til huggunar næst þegar þú hefur ekki alveg efni á lúxus farrýminu…