Aðilarnir að baki hinum íslenska flugleitarvef Dohop hafa nú auðveldað ferðafólki stórum alla vinnu standi hugur til að leggja land undir fót. Svokallað Dohop Away sýnir á augabragði ódýrustu flugfargjöld sem notendur þess vefs hafa fundið frá hinum og þessum flugvöllum heims.

Þannig komst ritstjórn Fararheill.is að því á augabragði að allra ódýrasta fargjaldið fram og til baka frá Keflavík til London í septembermánuði kostar 35.498 krónur og að þau fargjöld eru í boði þann 7. og 9. september.

Er þetta sérdeilis góð þjónusta því þetta þýðir að ekki þarf lengur að fletta fleiri síðum á vef flugfélaganna til að finna besta verðið heldur nægir að fletta Dohop Away og einhver annar hefur unnið alla vinnuna fyrir þig. Er hægt að leita þannig heilt ár fram í tímann.

Mun forsíða Dohop innan tíðar taka breytingum og þá verður Dohop Away gerð góð skil á forsíðunni. Síðuna má þó finna hér.