Ef þú ættir að skjóta á hvað algengt meðalverð væri á mann í tíu daga ferð til Kína með innlendum ferðaskrifstofum hvað myndir þú giska á? 400 þúsund? 600 þúsund? Hærra?

Ein þeirra borga sem heimsóttar eru í ferðinni er Hangzhou
Ein þeirra borga sem heimsóttar eru í ferðinni er Hangzhou

Þú værir líklega nærri lagi einhvers staðar á ofangreindu bili en Kínaferðir héðan kosta hjón eða par oft ekki mikið undir einni milljón króna í heildina sé miðað við það sem hefur verið í boði síðustu misserin.

Þess vegna er æði góð ástæða, ef Kínaferð er hátt á óskalistanum, til að fagna núna því í boði er að taka tíu daga góðan rúnt um landið með breskri ferðaskrifstofu fyrir litlar 185 þúsund krónur á mann plús flug til og frá Íslandi til Bretlands. Tíu daga Kína er því þín fyrir kringum 440 þúsund alls á par eða hjón eða jafn dýrt og ferð fyrir einn með innlendum aðilum.

Þó ódýr sé er ferðin ekkert slor. Peking, Suzhou, Hangzhou og Shanghai í pakkanum og ýmislegt áhugavert skoðað í öllum borgunum plús tími aukalega fyrir verslun og dúllerí. Ekki er heldur verið að gista í afdalakompum. Aðeins fjögurra til fimm stjörnu gisting allan tímann.

Ofangreint verð miðast við ferðir í nóvember þegar þetta verð er í boði en aðrar dagsetningar kosta aukalega. Þá vissulega aðeins farið að kólna í landinu en það ekkert sem kulþolnir Íslendingar láta á sig fá.

Um að gera að kíkja hér.

Íslendingar þurfa vegabréfsáritun til Kína en hægt að verða sér úti um slíkt hjá kínverska sendiráðinu í Reykjavik×