Allnokkrir aðilar hérlendis bjóða landanum upp á ferðir á tyrknesku rivíeruna eins og hún er kölluð. En enginn býður upp á slíkt lengur en fram í miðjan september. Það er einmitt þá sem verð á flugi og gistingu snarlækkar.

Okurcalar á tyrknesku rivíerunni. Hér gætir þú verið að vappa í október.
Okurcalar á tyrknesku rivíerunni. Hér gætir þú verið að vappa í október.

Fararheill tekur oft stöðuna hjá erlendum ferðaþjónustuaðilum og nú eru farnar að poppa upp sérdeilis safaríkar ferðir til Tyrklands seint í haust og vetur og það fyrir svo lága upphæð að meira að segja fiskvinnslufólk HB Granda gæti látið vaða með smá yfirvinnu.

Eitt tilboð sérstaklega vakti athygli okkar og deilum við gjarnan með lesendum ef einhvern þarna úti langar ódýrt á fyrsta flokks strönd. Einhver gæti haft efasemdir um október en sá hinn sami hefur sennilega ekki kynnt sér veðurfar á þessum slóðum þann mánuðinn. Meðalhitastigið er 19.7 gráður og fer ekki undir 14.8 gráður.

En engar efasemdir þarf að hafa um tilboðið. Fjögurra stjörnu glænýtt hótel með öllu inniföldu plús frír nuddtími og heilsulindartími og auðvitað keyrsla til og frá flugvellinum. Sem sagt allt. Verðið? Rúmar 124 þúsund krónur á mann miðað við tvo í tíu daga frá Englandi eða um 250 þúsund á par eða hjón. Ofan á það kemur 50 til 60 þúsund króna flugkostnaður héðan til Englands og heim aftur fyrir sama par. Heildar upphæðin því ríflega 300 þúsund krónur eða svo.

Það er fantaverð á góðum Tyrklandstúr í öllum skilningi. Meira hér.