Það er kannski ráð að kanna hvort nafnið á hótelinu þínu vestanhafs finnst á þessum lista hér. Á þeim lista má nefninlega sjá öll þau hótel þar sem viðskiptavinir hafa orðið varir við veggjalýs með einum eða öðrum hætti.

Veggjalúsin er ábernandi verst í New York eins og þessi mynd ber með sér. Skjáskot
Veggjalúsin er ábernandi verst í New York eins og þessi mynd ber með sér. Skjáskot

Veggjalýs eru lífsseigir andskotar og grípa þarf til töluverðra aðgerða til að hreinsa herbergi og byggingar af slíkri óværu.

Ódýrari hótel eða gistihús eru því mörg hver ekki í fjárhagslegum stakk búin til að fara í miklar aðgerðir ef slík óværa stingur sér niður. Jafnvel þó svo sé getur tekið vikur og mánuði að losna alfarið við þessi skordýr og lok, lok og læs á meðan.

Bit veggjalúsa finnast sjaldnast enda fólk yfirleitt í fasta svefni þegar þær fara á djammið. Auk þess sprauta þær deyfingu með í sár um leið og þær bíta. Oft veit fólk ekki af þeim fyrr en morguninn eftir þegar útbrot birtast eða litlir blóðflekkir finnast á rúmfötum. En sumar eru það stórar að þær sjást berum augum og er ekki spennandi herbergisfélagi.

Einhverra hluta vegna virðist veggjalúsin kunna einstaklega vel við sig í New York í Bandaríkjunum en þar er tilkynnt um langsamlega flestu dæmin þó fáar borgirnar séu alveg lausar við þennan fjanda.