Annað sólarhringstilboð Icelandair í röð lítur dagsins ljós en nú er í boði sérstakt tilboð á flugferðum til höfuðborgar Finnlands.

Sem fyrr býðst tilboð þetta aðeins í sólarhring frá miðnætti 19. október. Kostar fargjaldið aðra leiðina 14.900 og 28.600 báðar leiðir.

Sem fyrr er um að ræða ferðir í almenningnum, economy class, en ólíkt fyrra tilboði flugfélagsins til Parísar geta viðskiptavinir til Helsinki dvalið framyfir jól ef þeir svo kjósa. Ferðatímabilið er nefninlega milli 5. nóvember til 10. janúar.

Heimasíða Icelandair hér.