Nú er hægt að fljúga til fjögurra borga heimsins aðeins ódýrar en venjulega svo lengi sem fólk versli næsta sólarhringinn. Icelandair býður nýtt hraðtilboð til Bergen í Noregi, Helsinki í Finnlandi, Brussel í Belgíu og Washington í Bandaríkjunum.

Um hefðbundið hraðtilboð er að ræða þar sem tilboðinu lýkur eftir 24 klukkustundir og fljúga verður á ákveðnum tíma eða í þessum tilfellum fyrir júlíbyrjun.

Til Bergen, eða Björgvinjar, er nú í boði að fljúga frá 26. apríl fram til 9. júní fyrir 14.900 krónur aðra leiðina eða 28.300 báðar. Það er afbragstími til að mæta á Alþjóðahátíðina í Bergen, Bergen Festspillene, þar sem ýmislegt forvitnilegt er í boði.

Önnur leiðin til Helsinki fæst á sama verði en báðar leiðir kosta nú 27.800 krónur. Fljúga verður milli mars og júníloka. Þar er til dæmis hinn eiturvinsæli Michael Bublé með tónleika í apríl.

Tilboðið til Brussel gildir aðeins frá 2. júní til 13. júlí og kostar ferðalagið 16.900 aðra leiðina en 34.400 báðar. Þann tíma er ráð að kíkja á Kvikmyndahátíðin í borginni, Briff, sem hefst þann 8. júní.

Að seinustu verður komist til Washington D.C. fyrir 27.900 aðra leið og 50.500 krónur fram og tilbaka en fljúga verður í apríl og maí eða fram til 5. júní. Sinfóníuhljómsveit Bandaríkjanna, National Simphony Orchestra, er þann tíma með Shostakovich á dagskránni

Heimasíða Icelandair hér.