Það er ekki á hverjum degi sem við bætist heilt ríki við Evrópu. Það gerðist þó nýlega með óopinberum hætti þegar nýríkið Liberland lýsti yfir sjálfstæði.

Einhvers staðar verður að byrja þegar stofna skal nýtt ríki. Mynd Liberland
Einhvers staðar verður að byrja þegar stofna skal nýtt ríki. Mynd Liberland

Ekki nóg með að nýtt ríki sé komið á koppinn heldur og er þegar búið að nefna höfuðborgina líka. Liberpolis heitir sú en íbúatala er enn sem komið er núll. Til viðbótar er þegar til síða á Wikipedíu um staðinn svo allt virðist vera á uppleið.

Liberland er hugmynd Tékka eins sem fékk sig fullsaddan heimafyrir og lýsti yfir sjálfstæði á litlum þriggja ferkílometra bletti nálægt Króatíu og Serbíu. Sá blettur var reyndar einskismannsland á pappírum og því er sjálfstæðisyfirlýsingin ekki alveg út í hött þó litlar líkur séu á að það verði tekið í samfélag þjóðanna. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að tæplega 200 þúsund umsóknir um ríkisborgararétt hafa borist.

Óljóst er hvort ríkið nýja verður nokkurn tímann meira en nafnið og fáninn sem hannaður hefur verið. En fyrir þá sem eru á vappinu um þessar slóðir gæti verið skemmtilegt að fá einn stimpil í vegabréfið.