Síðasta ár var hið fyrsta sem Íslendingum gafst færi á að þvælast fylkja á milli í einni merkustu lest í Bandaríkjunum án þess að hafa of mikið fyrir. Ferð með hinni þekktu California Zephyr er ógleymanleg öllum sem prófa.

40 til 65 stunda löng lestarferðin milli Chicago og San Francisco er ein sú allra yndislegasta vestanhafs.
40 til 65 stunda löng lestarferðin milli Chicago og San Francisco er ein sú allra yndislegasta vestanhafs.

Nú geta allir sem vilja og eiga seðla sem þeir hafa engin not fyrir skotist til Chicago í Bandaríkjunum með Icelandair í beinu flugi og sömuleiðist skottast til baka með Wow Air frá San Francisco beinustu leið heim aftur. Eða öfugt.

Og hvers vegna setjum við tengingu þar á milli kann lesandi að spyrja. Jú, það er einmitt milli þessara tveggja borga sem hinar frægu lestir California Zephyr þvælast. Sú leið einhver allra besta lestarferð sem hægt er að fara í allri Norður-Ameríku.

Hér er um að ræða tæplega fjögur þúsund kílómetra langt ferðalag yfir nokkur af glæsilegustu svæðum í Bandaríkjunum öllum. Ferðalag í allnokkrum lúxus hvort sem fólk lætur sig hafa hefðbundið almennings-farrými eða spreðar í eigin klefa með svefnplássi.

Hér er rúllað á þægilegum hraða gegnum mörg af fallegustu fylkjum Bandaríkjanna. Nægir þar að nefna Illinois, Iowa, Nebraska, Kolóradó, Utah, Nevada svo ekki sé minnst á Kaliforníu að hluta. Túrinn allur tekur frá 50 stundum og upp í 67 stundir en munur er á hversu oft er stoppað á leiðinni.

Um borð er þjónusta fyrsta flokks í einu og öllu og príma útsýni yfir ægifallegt landslag, indæla litla bæi svo ekki sé minnst á borgir eins og Salt Lake City eða Denver eða Sacramento.

Miðar hér.