Söguþyrstir eiga létt verk fyrir höndum á ferðalagi um London enda enginn skortur á stöðum þar sem löngu eru komnir á spjöld sögunnar fyrir eitt og annað einstakt. Einn slíkra staða er núllbaugur í Greenwich garði en það er formlega sá staður á jarðkringlunni þar sem hver dagur endar og byrjar.

Núllbaugur með berum augum. Greenwich er ómissandi stopp söguþyrstra í London.
Núllbaugur með berum augum. Greenwich er ómissandi stopp söguþyrstra í London.

Það helgast eðlilega af þeirri staðreynd að tími heimsins miðast við Greenwich meðaltímann og getum við þakkað það að Bretland var heimsveldi þegar það var ákveðið af sterkustu flotaþjóð heims á þeim tíma. Áður var meðaltíminn miðaður við meðal annars París, Azoreyjar og Kanaríeyjar en það var þegar Frakkar, Spánverjar og Portúgalar áttu öflugustu sjóherina. Ekki flóknara en það.

Í Greenwich garði er staðsett stjörnumiðstöð konunglega sjóhersins en hún á sér mikla sögu. Þar er safn eitt gott þar sem rölta má um sögu sjófara Breta, landkönnunar, stjörnufræði að sjálfsögðu en síðast en ekki síst þá miklu sögu sem býr að baki uppgötvuninni hvernig mæla átti lengdarbaug á sínum tíma.

Má þar sjá meðal annars klukkur nokkrar miklar og stórar og ótrúlega flóknar sem hannaðar voru af trésmiðnum John Harrison vestur í afdölum en leystu gátu sem gerði allar helstu vísindastjörnur heims áður fyrr hvumsa yfir svo áratugum skipti.

Síðast en ekki síst má sjá núllbaug með berum augum á nóttu sem á degi. Á daginn má fylgja línu þeirri er skiptir degi og nótt og á næturnar lýsir mikið leiserljós sömu línu.

Margir strætisvagnar stoppa hér. Þeirra meðal 177, 180, 188 og 199. Safnið er opið alla daga milli 10 og 17.

Heimasíða safnsins.

Leave a Reply