Ef þú getur komið þér og þínum á viðráðanlegu verði til Boston, Washington eða New York í febrúar, mars eða apríl gætir þú komist í æði spennandi túr um Kína fyrir 185 þúsund krónur á mann. Sem er ekki mikið hærra verð en greiða þarf fyrir flugmiðann einn og sér.

Kínverjar kalla Suzhou Feneyjar austursins. Um það má deila en síki borgarinnar indæl. Mynd Russ Bowling
Kínverjar kalla Suzhou Feneyjar austursins. Um það má deila en síki borgarinnar indæl. Mynd Russ Bowling

Tilboðsvefurinn Living Social er að kynna Kínatúra frá þessum borgum en þau tilboð í boði næstu tólf daga eða svo með afar virtri og vinsælli ferðaskrifstofu.

Enginn smá túr heldur. Flogið til Peking og hún skoðuð í þaula og góður tími við Kínamúrinn gefst líka. Þaðan flogið til borgarinnar Suzhou sem innanlands er kölluð Feneyjar Asíu. Falleg borg og gamli bærinn sérstaklega. Síðan áfram til borgarinnar Hangzhou sem einnig þykir ein af perlum landsins áður en Shanghai er heimsótt og þar tími til stefnu áður en flogið er heim á leið.

Enskumælandi leiðsögn alla leiðina, rúta og flug innanlands plús allar skoðunarferðir og fín fjögurra til fimm stjörnu hótel með morgunverði og hádegisverði oftast nær líka.

Nákvæmlega ekkert að slíkri ferð og verðið fælir varla nokkurn mann frá heldur. Jafnvel þó bæta þurfi við þeim 55 þúsund krónum sem flug til Boston og heim aftur kostar að lágmarki með Icelandair á mann.

Nánar hér.