Allar gjörðir hafa afleiðingar og á það eru mörg stærri flugfélög heimsins að reka sig á. Í kjölfar ýmis konar hækkana og aukagjalda fyrir farangur reyna nú fleiri og fleiri ferðalangar að taka eins mikið með sér um borð og mögulegt er og það hefur haft í för með sér að geymslupláss í farþegarýmum er ekki lengur nógu mikið.

Öll stóru bandarísku flugfélögin eru að stækka geymslupláss um borð í þotum sínum og íhuga sömuleiðis nokkur evrópsk flugfélög að gera það sama samkvæmt fregn AP.

Er þetta afleiðing mikilla takmarkana á stærð og töskufjölda sem fólk getur haft með sér í loftið en velflest flugfélög taka nú sérstakt gjald séu töskur ferðalanga yfir stærð eða yfir þyngd. Það gjald getur verið ýkja hátt og í viðbót við önnur aukagjöld flestra flugfélaga á sama tíma og þjónusta er skert hefur orðið til þess að sífellt fleiri taka handfarangur með sér inn í farþegarrýmið.

Er þetta orðið svo stórt vandamál að Boeing flugvélaverksmiðjurnar eru þegar með nokkuð stærri geymslurými á teikningum fyrir næstu vélar sínar en nú gerist.

Þá má spyrja hvenær komi að því að gjald verði tekið fyrir handfarangur?