Rúmlega einu ári á eftir áætlun er útlit fyrir að farþegar Icelandair geti notfært sér netaðgengi meðan á flugi stendur frá og með sumri.

Icelandair segir líklegt að netaðgengi verði komið á í öllum vélum eigi síðar en í sumar. Skjáskot af fésbókarvef Icelandair
Icelandair segir líklegt að netaðgengi verði komið á í öllum vélum eigi síðar en í sumar. Skjáskot af fésbókarvef Icelandair

Það var snemma á síðasta ári sem tilkynnt var um að flugfélagið hygðist setja upp netaðgang í vélum sínum og stóðu vonir til að það næðist síðasta sumar eða vetur í síðasta lagi en miklar tafir hafa orðið á þeirri áætlun. Nú er hins vegar útlit fyrir að staðið verði við stóru orðin í sumar því Icelandair er farið að kynna það með óformlegum hætti.

Það verður sannarlega munur fyrir viðskiptafarþega að geta unnið meðan á flugi stendur og ekki síður hina sem vilja stytta sér stundir en finna ekkert við hæfi í afþreyingarkerfi Icelandair.

Svo á eftir að koma í ljós hvort tekið verður gjald fyrir aðganginn sem verður að teljast líklegt og þá hve hátt gjaldið verður.