Hvað er svona merkilegt við það að bandaríska flugfélagið Frontier sé nú búið að koma upp búnaði í öllum vélum sínum svo farþegar geti verið nettengdir á flugi ef þeir svo kjósa?

Stórt spurt og þá verður um stórt svar að ræða.

Flugfélagið Frontier er samstarfsaðili Icelandair í Denver í Colorado í Bandaríkjunum og þessar upplýsingar prýðilegar öllum þeim er sjá hag sinn í því að fljúga áfram frá Denver til annarra borga landsins, ríkja Mið Ameríku eða með einhverjum hætti hyggjast nota Denver sem stökkpall til áframhaldandi ferða.

Fyrir þá sem þannig vilja fara til Kosta Ríka eða Mexíkó er kjörin leið til þess að fljúga með Icelandair til Denver og þaðan áfram og Frontier býður tiltölulega ódýr fargjöld áfram og býður 80 áfangastaði frá Denver. Og hvað er betra en dúllast á netinu þann langa tíma sem flug stendur yfir til Mið Ameríku svo dæmi sé tekið.

Prísinn fyrir aðganginn verður í hófi og miðast við lengd flugs. Þó þarf enginn að punga meiru en 1.600 krónum á lengri flugleiðum.

Heimasíða Icelandair hér. Heimasíða Frontier hér.