Dabbadona! Við þekkjum öll miður góða þjónustu víða í Alicante á Spáni og mörg okkar þekkja miður góða þjónustu í Flórída í Bandaríkjunum. Og ný könnun vestanhafs bendir til þess að við séum ekkert sérstaklega velkomin til Flórída.

Alltaf gott að finna að maður er velkomin. Því ekki til að heilsa í Flórída…

Flórída kallast sólskinsríkið af heimafólki og það nokkuð eðlilega enda þar sól og sveittur hiti vel yfir þrjú hundruð daga ársins. Flórída er líka sá staður, ef undan er talin New York, þar sem flestir erlendir ferðamenn eyða tíma sínum vestanhafs.

En glæný viðamikil könnun bendir ekki til þess að erlent ferðafólk sé mjög velkomið til Flórída. Þekktur bandarískur vefmiðill, Big7.com, framkvæmdi feita könnun um hvar erlent ferðafólk væri velkomið af heimafólki og niðurstaðan gæti komið á óvart. Við erum sem sagt ekkert rosalega velkomin í Flórída og heldur ekki í New York eða Boston ef marka má könnunina.