Hin sænska ferðaskrifstofa Nazar sem um tíma bauð mölbúanum beint flug á gylltar strendur Tyrklands virðist hafa endanlega gefið skít í Íslendinga.

Stór orð, litlar efndir. Skjáskot

Hafi það einhvern tíma sannast í eitt skipti fyrir öll að gjörðir tala skýrar en blaður og babbl gildir það um hina sænsku ferðaskrifstofu Nazar. Ekki lítil orð sem forstjórinn hafði uppi þegar fyrirtækið hóf sölu á Tyrklandsferðum í beinu flugi  seinnipart árs 2013.

Alas, tæpum þremur árum seinna hætti hið íslenska útibú Nazar starfsemi sísona og tilkynnt var á heimasíðunni að EKKI yrði boðið upp á ferðir af hálfu Nazar árið 2017. Í fjölmiðlum kom þó fram að ekki væri verið að loka dyrunum á landann endanlega heldur einungis bíða betri tíma.

Betri tími er akkurat núna. Íslendingar moka inn seðlunum sem aldrei fyrr og neyslan eftir því eins og glöggir geta staðfest á vef Hagstofu Íslands. Flestir eiga peninga til að eyða og þó Tyrkland sé kannski ekki eftirlæti pólitískt eru strendurnar ennþá príma.

En hvað finnst þegar flett er upp á íslenskri heimasíðu Nazar?

Þetta:

Fyrirtæki með snefil af virðingu fyrir hugsanlegum framtíðarkaupendum hefði nú kannski sent eins og einn starfsmann í fimm mínútur til að uppfæra heimasíðuna.

En neibbs. Ekki svo gott. Þó reyndar komi fram hjá ferðamiðlinum túrista að Nazar ætli sér stóra hluti hér árið 2019. Væri ekki lágmarkið að uppfæra heimasíðuna…