Heitustu nýju ferðamannastaðirnir í Evrópu síðustu fimm árin eða svo hafa verið þrír staðir á Balkanskaganum: Króatía, Svartfjallaland og Makedónía.

Fjöldi fyrsta flokks stranda Albaníu eru allsendis lausar við túrista þó fyrir komi að aðrir notfæri sér mjúkan sandinn. Mynd savagecat
Fjöldi fyrsta flokks stranda Albaníu eru allsendis lausar við túrista þó fyrir komi að aðrir notfæri sér mjúkan sandinn. Mynd savagecat

Allir sækja þeir enn í sig veðrið þrátt fyrir efnahagsáföll heimsins en það eru alltaf einhverjir sem sætta sig aldrei við status quo og vilja prófa nýja og spennandi hluti dag hvern. Þess vegna er Albanía líka loksins komið á kort ferðamanna og hefur síst verri hluti að bjóða ferðafólki en nágrannalöndin hér að ofan.

Að mörgu leyti hefur Albanía verulegt forskot á nágrannalönd sín sökum sérstaklega bágs efnahagsástands. Það tilkomið vegna þess að Albanir, eins og Íslendingar, eiga sinn eigin dapra gjaldmiðil, Leku svokallaða, og er ekki ýkja hátt risið á þeirri ágætu mynt. Þess vegna er hægt að fá töluvert meira fyrir peningana hlutfallslega í Albaníu en í Króatíu, Svartfjallalandi og hvað þá sé miðað við Grikkland eða Ítalíu. Eru síðarnefndu löndin þó fjarri því dýr almennt miðað við íslenskar raunveruleika.

Innviðir landsins eru kannski ekki upp á marga fiska og vissulega eru heimamenn ósáttir almennt við skarðan hlut sinn en enginn getur efast um toppstrendur Albaníu og stórkostleg náttúruleg svæði. Svo kostar gisting hér 40 til 60 prósent minna en hjá nágrönnunum grísku eins og sjá má á bókunarvél okkar hér að neðan.

Drífa sig 🙂

Leave a Reply