Lífið er ferðalag
Hvað er Fararheill
Vertu hjartanlega velkomin Hér búa sér stað þrír einstaklingar sem lifa fyrir ferðir og ferðalög og finnst gaman að deila forvitnilegum hlutum svo allir fái notið. Við höfum jú aðeins eitt líf og fátt gefur því meira gildi en nýjar áskoranir og óvæntar uppákomur. Enginn skortur á því á heimshornaflakki. Öll skrif hér taka mið af persónulegri reynslu og við fjöllum ekki um neitt sem við höfum ekki prófað á eigin skinni. Við leyfum okkur líka hiklaust að hafa skoðanir á hlutunum. Annað er bara meðalmennska enda fer fjarri að allir staðir, borgir eða lönd séu sköpuð jöfn. Komdu með okkur í ferðalag.
open close

Ódýrir skíðastaðir

Ódýrir skíðastaðir
Skíði   , , , ,

Efalítið hefur það háð mörgum sem gjarnan vilja iðka skíðaíþróttina erlendis að þær ferðir sem alla jafna eru í boði frá Íslandi eru oftar en ekki til vinsælla en jafnframt dýrra áfangastaða. Dýru staðirnir eðli málsins samkvæmt bjóða jafnan upp á meira úrval afþreyingar auk betri hótela en þegar aðalatriðið er að komast í stórkostlegan púðursnjó með fjölskylduna og peningar skipta máli eru til betri kostir.

  • Cervinia, Valle d´Aosta, Ítalíu

Hér er kjaftfullt af fólki þegar aðstæður eru bestar en munurinn hér og annars staðar sá að hér eru venjulegar ítalskar fjölskyldur að leika sér ólíkt því sem gerist á dýrari skíðastöðum þar sem erlent ferðafólk er í meirihluta. Þó raðir í lyfturnar séu lengri þá er hér jafnvel meira gaman sökum þess að hér eru fjöldi barna og læti og óp í öllum hlíðum. Dálítið eins og í Bláfjöllum þegar nægur snjór er og sól skín í heiði. Þá eru brekkur Cervinia alls ekki verri en á dýrari stöðum en verðlag er 25 prósent lægra en á  sambærilegum stað í Sviss eða Austurríki. Heimasíðan.

  • Brides Les Baines, Tres Vallois, Frakkland

Þessi ágæti bær er á kortinu fyrir tvennt. Frábærum heilsulindum og einhverju billegasta skíðasvæði í Ölpunum öllum. Bærinn lítill og vinalegur og með einum kláfi er komist upp í Þriggja dala skíðasvæðið sem þykir eitt það allra besta og fjölbreyttasta í Frakklandi og þótt víðar væri leitað. Hér er verðlag hvað skíðaiðkun varðar allt að 30 prósent ódýrara en annars staðar. Heimasíðan.

  • Bohinj, Bohinj, Slóvenía

Ódýr og góður skíðastaður í einu ódýrasta landi Evrópu. Engin fimm stjörnu hótel hér enn sem komið er en kósí kot og smærri fjölskylduhótel í grenndinni. Afskaplega fallegt svæði og fjöldi lyfta og brekkur góðar til að njóta skíðaíþrótta út í ystu æsar án þess að tæma veskið til þess. Verðlag um 50 prósent ódýrara en í Sviss, Austurríki eða á Ítalíu. Heimasíðan.

Small subtitle here

Recent works

All
A til Ö
Ferðatilboð
Fjöll & Firnindi
Golf
Handbækur
Íbúðaskipti
Lestarferðir
Siglingar
Skíði
Verslun
UA-16552559-2