Lífið er ferðalag
Hvað er Fararheill
Vertu hjartanlega velkomin Hér búa sér stað þrír einstaklingar sem lifa fyrir ferðir og ferðalög og finnst gaman að deila forvitnilegum hlutum svo allir fái notið. Við höfum jú aðeins eitt líf og fátt gefur því meira gildi en nýjar áskoranir og óvæntar uppákomur. Enginn skortur á því á heimshornaflakki. Öll skrif hér taka mið af persónulegri reynslu og við fjöllum ekki um neitt sem við höfum ekki prófað á eigin skinni. Við leyfum okkur líka hiklaust að hafa skoðanir á hlutunum. Annað er bara meðalmennska enda fer fjarri að allir staðir, borgir eða lönd séu sköpuð jöfn. Komdu með okkur í ferðalag.
open close

Gott að hafa í huga fyrir safarí

Gott að hafa í huga fyrir safarí
A til Ö   , , , ,

Komið að stóru stundinni. Fyrsta safaríferðin framundan og í allri tilhlökkuninni gleymdist algjörlega að taka með sér helstu nauðsynjar.

Eftirtalið er ómissandi sért þú eða fjölskyldan að leggja í fyrstu ferð ykkar á afrísku sléttunum. Hér er allt talið með hvort sem um er að ræða tveggja stunda akstur á sléttum Serengeti í Kenía eða vikutúr í veiðilendum Okavango í Botswana. Heilbrigð skynsemi segir þó að varla er þörf á tveimur nærum við tveggja stunda túr nema magakveisa sé mann að drepa og þá er betur heima setið.

 • Léttar buxur
 • Stuttbuxur
 • Tvær langerma peysur
 • Tvær stutterma peysur / boli
 • Létta yfirhöfn
 • Regnjakka
 • Gönguskó / íþróttaskó
 • Nærföt og sokka til skiptanna
 • Hatt eða buff yfir fölbleikt höfuðið
 • Klósettpappír
 • Tannbursta og tannkrem
 • Næga skammta af öllum lyfjum
 • Flugnasprey
 • Sólvörn
 • Myndavél með öflugri linsu
 • Sjónauka
 • Vasaljós eða kyndil
 • Handklæði
 • Svefnpoka
 • Skilríki
Small subtitle here

Recent works

All
A til Ö
Ferðatilboð
Fjöll & Firnindi
Golf
Handbækur
Íbúðaskipti
Lestarferðir
Siglingar
Skíði
Verslun
UA-16552559-2