Lífið er ferðalag
Hvað er Fararheill
Vertu hjartanlega velkomin Hér búa sér stað þrír einstaklingar sem lifa fyrir ferðir og ferðalög og finnst gaman að deila forvitnilegum hlutum svo allir fái notið. Við höfum jú aðeins eitt líf og fátt gefur því meira gildi en nýjar áskoranir og óvæntar uppákomur. Enginn skortur á því á heimshornaflakki. Öll skrif hér taka mið af persónulegri reynslu og við fjöllum ekki um neitt sem við höfum ekki prófað á eigin skinni. Við leyfum okkur líka hiklaust að hafa skoðanir á hlutunum. Annað er bara meðalmennska enda fer fjarri að allir staðir, borgir eða lönd séu sköpuð jöfn. Komdu með okkur í ferðalag.
open close

Ferðalög á meðgöngu

Ferðalög á meðgöngu
A til Ö   , , ,

Almennt séð eru læknar sammála um að ferðalög á meðgöngu séu ekki hættuleg fyrir móður né barn. Það á auðvitað við um ferðalög innan ákveðinni marka og ennfremur skipti máli hversu langt móðirin er gengin. En að því gefnu að um styttra flug, innan við fimm klukkustundir, sé að ræða er hættulítið að ferðast með barni undir belti.

Allra best er þó að hafa varann á sér og forðast ferðalög þegar stutt er í fæðingu. Þá er einnig ráð að kanna hvernig læknisþjónustu er háttað á áfangastað ef kona er langt komin á leið. Fararstjórar geta yfirleitt gefið allar slíkar upplýsingar sé um skipulagða ferð að ræða.

Áfangastaðurinn skiptir líka máli hvað varðar bólusetningar. Sé þörf á slíku á viðkomandi stað er ráðlegast að fresta ferðinni því læknir og ljósmæður mæli ekki með að ófrískar konur séu bólusettar. Þá er aldrei heldur hundrað prósent öruggt að bólusetning virki þegar til kemur.

Stöku flugfélög hafa ákveðnar reglur varðandi ófrískar konur og sum hleypa konum ekki um borð ef þær eru lengra gengar en 36 vikur. Best er að kanna þetta á heimasíðu viðkomandi flugfélags.

Þá er vænlegt að vita upp á hár hvort tryggingar þínar duga fyrir læknisþjónustu á viðkomandi stað. Tryggingar almennt eru misjafnar og hið fræga smáa letur skal lesa í þaula. Ellegar kann að koma upp sú staða að greiða verður stórfé fyrir aðhlynningu eða aðgerð á erlendum spítala.

Almennt er mælt með því að verðandi mæður leiti álits læknis eða ljósmæðra varðandi ferðalög og fá þá allar upplýsingar.

Small subtitle here

Recent works

All
A til Ö
Ferðatilboð
Fjöll & Firnindi
Golf
Handbækur
Íbúðaskipti
Lestarferðir
Siglingar
Skíði
Verslun
UA-16552559-2