Lífið er ferðalag
Hvað er Fararheill
Vertu hjartanlega velkomin Hér búa sér stað þrír einstaklingar sem lifa fyrir ferðir og ferðalög og finnst gaman að deila forvitnilegum hlutum svo allir fái notið. Við höfum jú aðeins eitt líf og fátt gefur því meira gildi en nýjar áskoranir og óvæntar uppákomur. Enginn skortur á því á heimshornaflakki. Öll skrif hér taka mið af persónulegri reynslu og við fjöllum ekki um neitt sem við höfum ekki prófað á eigin skinni. Við leyfum okkur líka hiklaust að hafa skoðanir á hlutunum. Annað er bara meðalmennska enda fer fjarri að allir staðir, borgir eða lönd séu sköpuð jöfn. Komdu með okkur í ferðalag.
open close

Erlendir ferðamarkaðir

Erlendir ferðamarkaðir
A til Ö   , , ,

Ferðamarkaðir hafa mjög riðið sér til rúms erlendis þó fyrirbærið sé óþekkt með öllu á fákeppniseyjunni Íslandi. Um er að ræða leitarvélar eða vefmiðla sem sérhæfa sig í að finna flug, gistingu, ferðalög eða annað það er ferðalanga vilja gera á ferðalögum og finna það á sem bestum kjörum. Er það gert með að bera saman þúsundir tilboða ferðaþjónustuaðila á hverjum einasta degi. Hafið í huga að á þessum slóðum má finna frábær tilboð en alls ekki hika við að kanna fleiri en eina slíka leitarvél því þær eru æði mismunandi ogþótt ein þeirra hafi besta verðið þessa stundina getur allt annað verið upp á teningnum eftir hálftíma eða á morgun.

Flug og hótel

Dohop.com Lastminute.com Travelzoo.com Travelprice.com Kayak.com Expedia.com Momondo.com Orbitz.com Hotwire.com Sidestep.com Wegalo.com Cheapflights.co.uk Skyscanner.net Mobissimo.com Travelocity.com Destinia.com Priceline.com Dealchecker.co.uk Yapta.com Bing.com Allcheckin.com Opodo.com TravelYahoo.com Kasbah.com Farebuzz.com Travelzoo.co.uk Flight Hall Hoodaki

Prúttmarkaðir

Það hefur færst í vöxt með versnandi efnahag almennt á vesturlöndum að uppboðsíður hafa farið að bjóða upp heilu ferðalögin á síðum sínum. Sá hlýtur eðlilega ferðina sem best býður og samkvæmt upplýsingum Fararheill.is hefur þetta gengið vel fyrir sig meðan fólk heldur sig á viðurkenndum og þekktum vefsíðum. Hér eru nokkrar slíkar: eBay – Þessi vefur er velþekktur og skráningar er þörf til að bjóða í hluti. Vefurinn sjálfur er traustur en ekki er 100% víst að það séu allir seljendur. Fara skal því með gát og kanna öll tilboð í þaula. Hið fornkveðna gildir hér að ef það lítur út fyrir að vera of gott til að vera satt er það of gott til að vera satt. Engu að síður má gera hér ágæt kaup. Auctionair – Vinsæll breskur uppboðsvefur. Greiða þarf gjald til að bjóða í vörur og boð eru ekki gerð opinber. En spara má stórar upphæðir ef heppnin er með. Priceline – Á vef þessa ferðamarkaðar er neðarlega á síðunni dálkurinn „name your price“ en þar geta ferðalangar fyllt inn áfangastað sinn, gistinætur og það verð sem fólk er reiðubúið að greiða fyrir gistingu þann tíma. Stöku sinnum taka betri hótel slíkum boðum ef útlitið er dökkt fyrir umræddan tíma hvað bókanir snertir. Spara má töluvert á slíku.

Small subtitle here

Recent works

All
A til Ö
Ferðatilboð
Fjöll & Firnindi
Golf
Handbækur
Íbúðaskipti
Lestarferðir
Siglingar
Skíði
Verslun
UA-16552559-2