Lífið er ferðalag
Hvað er Fararheill
Vertu hjartanlega velkomin Hér búa sér stað þrír einstaklingar sem lifa fyrir ferðir og ferðalög og finnst gaman að deila forvitnilegum hlutum svo allir fái notið. Við höfum jú aðeins eitt líf og fátt gefur því meira gildi en nýjar áskoranir og óvæntar uppákomur. Enginn skortur á því á heimshornaflakki. Öll skrif hér taka mið af persónulegri reynslu og við fjöllum ekki um neitt sem við höfum ekki prófað á eigin skinni. Við leyfum okkur líka hiklaust að hafa skoðanir á hlutunum. Annað er bara meðalmennska enda fer fjarri að allir staðir, borgir eða lönd séu sköpuð jöfn. Komdu með okkur í ferðalag.
open close

Bestu skíðasvæðin fyrir byrjendur

Bestu skíðasvæðin fyrir byrjendur
Skíði   , , , ,

Allnokkrir þeir skíðaáfangastaðir sem íslensku ferðaskrifstofurnar mæla með og selja ferðir til eru illa hentugir fyrir byrjendur. Er það að vissu leyti eðlilegt enda fara byrjendur yfirleitt ekki þráðbeint erlendis til skíðaiðkana.

Engu að síður er mikilvægt að vita hvar afar hentug svæði eru til skíðaiðkunar fyrir byrjendur. Ekki síst hjá fjölskyldum þar sem getustig er mismunandi

Fararheill.is getur mælt með þessum stöðum sem ákjósanlegum fyrir byrjendur og er þá átt við einfaldar brekkur og lyftur sem enginn þarf að vera hræddur við að prófa.

Söll, Tíról, Austurríki

Það eru ekki margir skíðastaðir sem sérstaklega voru hannaðir fyrir smáfólkið og byrjendur á skíðum og brettum. Þessi er einn af þeim og það í Ölpunum þó ekki sá hátt farið.  Hvorki fleiri né færri en 25 mismunandi brekkur sem henta byrjendum og öll þjónusta hundrað prósent lipur og miðuð við þá sem ekki eru ýkja flinkir í snjónum. Þá eru allar lyftur hér reipi eða T-lyftur svokallaðar sem eru þær einföldustu sem finnast.

Cortina d´Ampezzo, Veneto, Ítalíu

Þetta er talið vera besta byrjendaskíðasvæði Ítalíu og státar það land af ógrynni fínna skíðasvæða. Hér er vinsæll byrjendaskóla og nokkrar brekkur sérhannaðar fyrir þá sem fyrstu skrefin taka á skíðum og brettum. Þá eru hér líka alvöru brekkur fyrir lengra komna.

Soldeu, Canillo, Andorra

Einhverra hluta vegna hafa íslenskar ferðaskrifstofur aldrei boðið skíðaferðir til Andorra sem má teljast merkilegt enda landið tiltölulega ódýrt. Í Soldeu er búið að hanna heilt skíðasvæði sem að mestu miðast við byrjendur og aðeins lengra kominna. Skíðaskóli hér ágætur og svæðið stórt og mikið.

Small subtitle here

Recent works

All
A til Ö
Ferðatilboð
Fjöll & Firnindi
Golf
Handbækur
Íbúðaskipti
Lestarferðir
Siglingar
Skíði
Verslun
UA-16552559-2