Lífið er ferðalag
Hvað er Fararheill
Vertu hjartanlega velkomin Hér búa sér stað þrír einstaklingar sem lifa fyrir ferðir og ferðalög og finnst gaman að deila forvitnilegum hlutum svo allir fái notið. Við höfum jú aðeins eitt líf og fátt gefur því meira gildi en nýjar áskoranir og óvæntar uppákomur. Enginn skortur á því á heimshornaflakki. Öll skrif hér taka mið af persónulegri reynslu og við fjöllum ekki um neitt sem við höfum ekki prófað á eigin skinni. Við leyfum okkur líka hiklaust að hafa skoðanir á hlutunum. Annað er bara meðalmennska enda fer fjarri að allir staðir, borgir eða lönd séu sköpuð jöfn. Komdu með okkur í ferðalag.
open close

Bestu gönguskíðasvæðin

Bestu gönguskíðasvæðin
Skíði   , , , , ,

Skíðasvæði eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Ritstjórn Fararheill.is veit dæmi þess að fólk sem farið hefur dýra skíðaferð í von um að stunda gönguskíðamennsku hafa orðið fyrir vonbrigðum á stöku stöðum sem liggja þannig að lítt auðvelt er að þvælast um á gönguskíðum.

Þess vegna tókum við saman nokkra staði þar sem sérstaklega er gert út á gönguskíðafólk og fjölmargar brautir og leiðir í boði á jafnsléttu.

  • Seefeld, Tíról, Austurríki

Þetta er mekka skíðagöngufólks í veröldinni allri. Yfir 250 kílómetrar af merktum skíðaleiðum sem taka mið af öllum getustigum. Til að undirstrika hversu mjög tilvalinn þessi staður er hafa bæði Ólympíuleikar og Heimsmeistarakeppnin í skíðagöngu farið hér fram. Dugi ekki dagsbirtan til að fá nóg af skíðagöngunni er það í góðu lagi því allmargar gönguskíðaleiðir eru upplýstar vel fram á kvöld. Sé áhuginn verulegur er hér sérstök íþróttamiðstöð sem sérhæfð er til hvers kyns æfinga í skíðagöngu. Þannig má taka miklum framförum hér á nokkrum vikum ef sá gállinn er á manni. Heimasíðan.

  • Selva Val Gardena, Suður Tíról, Ítalía

Annar kjörinn staður til skíðagöngu er svæðið kennt við bæinn Val Gardena á Ítalíu. Fyrsta flokks aðstaða fyrir alla hvort sem fólk er á svigskíðum, skíðabrettum eða gönguskíðum. Hér eru 98 kílómetrar af merktum gönguskíðaleiðum þó reyndar séu brautirnar almennt í erfiðari kantinum. Heimasíðan.

  • Innsbruck, Tíról, Austurríki

Einn elsti skíðaáfangastaður Evrópu stendur sannarlega fyrir sínu þegar kemur að skíðagöngufólki. Yfir 180 kílómetrar af merktum gönguskíðaleiðum á svæðinu auk fínnar aðstöðu til annars konar skíðaíþrótta. Innsbruck er líka sem dvalarstaður aðeins ódýrari kostur en nýrri og vinsælli staðir. Heimasíðan.

  • Zermatt, Valais, Sviss

Besti skíðagöngustaður Sviss er Zermatt. Sá hefur ótrúlega útsýn framyfir hina staðina sem hér eru nefndir en gönguleiðir eru þó ekki nema um 18 kílómetrar í heild. Heimasíðan.

Small subtitle here

Recent works

All
A til Ö
Ferðatilboð
Fjöll & Firnindi
Golf
Handbækur
Íbúðaskipti
Lestarferðir
Siglingar
Skíði
Verslun
UA-16552559-2