Lífið er ferðalag
Hvað er Fararheill
Vertu hjartanlega velkomin Hér búa sér stað þrír einstaklingar sem lifa fyrir ferðir og ferðalög og finnst gaman að deila forvitnilegum hlutum svo allir fái notið. Við höfum jú aðeins eitt líf og fátt gefur því meira gildi en nýjar áskoranir og óvæntar uppákomur. Enginn skortur á því á heimshornaflakki. Öll skrif hér taka mið af persónulegri reynslu og við fjöllum ekki um neitt sem við höfum ekki prófað á eigin skinni. Við leyfum okkur líka hiklaust að hafa skoðanir á hlutunum. Annað er bara meðalmennska enda fer fjarri að allir staðir, borgir eða lönd séu sköpuð jöfn. Komdu með okkur í ferðalag.
open close

Bestu djammskíðastaðirnir

Bestu djammskíðastaðirnir
Skíði   , , , , ,

Töluverður fjöldi fólks sækir skíðaferðir ekki aðeins til að bruna niður brekkur heldur og til að djamma og djúsa. Þótt eitthvað næturlíf fyrirfinnist á velflestum stöðum eru nokkrir sem áberandi standa upp úr hvað það varðar.

Ritstjórn hefur tekið þá saman en allar ábendingar um fleiri staði þar sem stuðið er ekki einskorðað við skíðaiðkun eru vel þegnar.

Vail, Koloradó, Bandaríkin

Hingað sækja milljónir árlega til að skíða í fyrirtaks brekkum Klettafjallanna og við stórfínar aðstæður. Ekki síður er næturlífið súper sökum þess að hér eru töluverðir peningar í umferð og allnokkra fyrsta flokks veitingastaði að finna. Barir og klúbbar eru hér allmargir líka og ekki skemmir fyrir að engin bílaumferð er í Vail sem þýðir að allt er innan göngumarka í bænum. Séu klúbbarnir ekki að gera sig eftir að kvölda tekur er ýmislegt annað í boði ef leiði sækir einhvern heim. Hér er til að mynda hægt að fara í lasertag á miðnætti, taka þátt í vélsleðakeppni og alls kyns viðburðir eru í gangi langt fram undir morgun. Þetta á eðlilega aðeins við á annatíma en þá er Vail einn af skemmtilegri stöðum sem fyrirfinnast.

Heavenly, Kalifornía, Bandaríkin

Íslendingar þekkja sennilega lítt til þessa staðar sem er á mörkum Kaliforníu og Nevada fylkja. Ástæða vinsældanna er nálægðin við Las Vegas en ekki síður vegna þess að ólíkt reglum Kaliforníumegin geta barir í Nevada fylki verið opnir 24 tíma á sólarhring. Sú staðreynd auk þess sem hér er moldríkt fólk á ferð þýðir að nóg er hér um að vera og skíðasvæðið sjálft alveg í heimsklassa.

Val d´Isere, Rhôn-Alpes, Frakkland

Það skíðasvæði í Evrópu þar sem næturlífið þykir með því allra besta er Val d´Isere í frönsku Ölpunum. Hingað sækir skíðaáhugafólk hvaðanæva að og allmargir njóta guðaveiga mun lengur í ferðum sínum en þeir standa á skíðum. Líkt og á hinum stöðunum eru brekkurnar hér stórkostlegar og þjónustustig hér mjög hátt.

Small subtitle here

Recent works

All
A til Ö
Ferðatilboð
Fjöll & Firnindi
Golf
Handbækur
Íbúðaskipti
Lestarferðir
Siglingar
Skíði
Verslun
UA-16552559-2