Lífið er ferðalag
Hvað er Fararheill
Vertu hjartanlega velkomin Hér búa sér stað þrír einstaklingar sem lifa fyrir ferðir og ferðalög og finnst gaman að deila forvitnilegum hlutum svo allir fái notið. Við höfum jú aðeins eitt líf og fátt gefur því meira gildi en nýjar áskoranir og óvæntar uppákomur. Enginn skortur á því á heimshornaflakki. Öll skrif hér taka mið af persónulegri reynslu og við fjöllum ekki um neitt sem við höfum ekki prófað á eigin skinni. Við leyfum okkur líka hiklaust að hafa skoðanir á hlutunum. Annað er bara meðalmennska enda fer fjarri að allir staðir, borgir eða lönd séu sköpuð jöfn. Komdu með okkur í ferðalag.
open close

Allt um InterRail

Allt um InterRail
Lestarferðir   , , , ,

Það er ekki ýkja margt í heiminum skemmtilegra fyrir unga fólkið en að þvælast örlítið um hinn stóra heim og æði margir fara þá leið að þvælast um Evrópu á svokölluðu InterRail. Slíkt gefur færi að þvælast um allar trissur í heilan mánuð á lægsta mögulega fargjaldi með lestum og er yfirleitt ávísun á húrrandi skemmtun og ævintýri sem ekki gleymast mannsaldurinn.

Meðan ekkert er að því að drífa sig af stað og halda út í óvissuna er ráð að plana oggupons ef fyrsta hugsunin á heimleið á ekki að vera eftirsjá af stað eða stöðum sem ekki var farið til.

Staðreyndirnar eru þessar:

 • Ólíkt því sem margir halda geta allir keypt interrail miða svo lengi sem þeir eru evrópskir ríkisborgarar.
 • Miðinn gildir í 30 daga.
 • Hann gildir í lestir í 30 löndum Evrópu.
 • Annars vegar fást Global Pass og hins vegar One Country Pass.
 • Stöku sinnum er lítið aukagjald ef ferðast er í ákveðnum lestum á ákveðnum tímum
 • Fimm fargjaldaklassar eru í boði
 • InterRail gildir ekki í gistilandinu. Sért þú búsettur í Noregi fæst ekki InterRail passi fyrir það land.

Þau lönd sem InterRail nær til eru:

Austurríki, Belgía, Bosnía, Búlgaría, Króatía, Tékkland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Bretland, Grikkland, Ungverjaland, Ítalía, Lúxemborg, Svartfjallaland, Holland, Noregur, Pólland, Portúgal, Írland, Makedónía, Rúmenía, Serbía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Sviss, Svíþjóð og Tyrkland. Þá gildir InterRail passinn ennfremur á ferjur Attica fyrirtækisins milli Ítalíu og Grikklands.

One Country Pass

Þeir duga eðli málsins samkvæmt innan eins og sama landsins með þeirri undantekningu þó að Benelux löndin; Belgía, Holland og Lúxemborg, teljast sem eitt land.

Fjórir mismunandi Landapassar eru í boði og velta á hversu marga daga innan 30 daga tímabils þú vilt ferðast með lest innan þess lands. Í boði eru 3, 4,6 og 8 dagar. Afar mismunandi verð er milli hvers lands fyrir sig. Verðlisti Evrópsku lestarsamtakanna hér.

Global Pass

Hægt er að kaupa fimm mismunandi tegundir af Global Pass. Annars vegar 15, 22 eða 30 daga stanslaust ferðalag eða hins vegar fimm eða tíu ferðir innan ákveðins tímaramma. Sjá verðlista hér.

Nauðsynlegur búnaður

Sé hugmyndin að þvælast ódýrt um og sjá heiminn á InterRail miða eru nokkrir hlutir meira ómissandi en aðrir.

 • Svefnpoki – Einhvers staðar verða vondir að sofa
 • Tjald – Nema peningar séu til fyrir gistingu annars staðar
 • Bakpoka – Til að geyma allt draslið sem maður þarfnast
 • Vatnsflösku – Helst með vatni í ef þorsti kveður að eða andfýlan er þig að drepa
 • Plastpoka – Fyrir ruslið og óhreinu fötin
 • Hreinlætisvörur – Tannburstinn er ómissandi og sjampó og sápa eiginlega líka

Til umhugsunar: Fyrir kemur að lestarfélögin bjóða önnur tímabundin InterRail tilboð. Slíkt er þá kynnt á Interrail.com sem er hin formlega heimasíða Evrópsku lestarsamtakanna. Taka ætti tilboðum á öðrum vefum er selja slíka passa með varúð.

Small subtitle here

Recent works

All
A til Ö
Ferðatilboð
Fjöll & Firnindi
Golf
Handbækur
Íbúðaskipti
Lestarferðir
Siglingar
Skíði
Verslun
UA-16552559-2