Hér er staðreynd sem kemur mörgum í opna skjöldu. Margfalt fleiri hafa látið lífið við að klífa tind Mont Blanc í Alpafjöllum heldur en hið fræga Everest í Nepal.

Þetta virðist nú töluvert minna flókið að klífa en hið öllu brattara Everest. Hér deyja þó mun fleiri.
Þetta virðist nú töluvert minna flókið að klífa en hið öllu brattara Everest. Hér deyja þó mun fleiri.

Allnokkur hópur íslenskra fjallagarpa hefur reynt við og komist á topp hins fræga Mont Blanc en tindur þess er sá næsthæsti í Evrópu og nær 4.808 metra upp í himinhvolfið. Fjallið sjálft tilheyrir bæði Ítalíu og Frakklandi.

Til marks um hversu erfitt er að komast á tind Mont Blanc nægir eflaust að segja frá því að hvorki fleiri né færri en 1.400 einstaklingar hafa látið lífið við að reyna það gegnum tíðina. Þar bæði fjallvanir göngugarpar sem og minna þekktir menn.

Hvað dánartíðni snertir er hið fræga fjall Everest algjör kjúklingur. Samkvæmt yfirvöldum í Nepal hafa 275 einstaklingar látist á fjallinu við upp- eða niðurgöngu svo vitað sé.

Það segir auðvitað aðeins hálfa sögu því mikið fleiri fjallagarpar reyna sig við Mont Blanc en Everest. Tölurnar sýna þó svo ekki verður um villst að ganga á fjallið hvíta er fjarri því að vera einhver skemmtiganga.