Nú er kannski ráð fyrir graða og níska íslenska karlmenn að drífa sig í einum grænum til  Austurríkis og Salzburg nánar tiltekið.

Eins og næstum allar borgir Sviss er Salzburg afar falleg og þar er skattahækkunum mótmælt með nokkuð sérstökum hætti. Mynd zehawk
Eins og næstum allar borgir Austurríkis er Salzburg afar falleg og þar er skattahækkunum mótmælt með nokkuð sérstökum hætti. Mynd zehawk

Þar hefur eigandi eins vinsælasta vændishúss borgarinnar verið í fréttum þarlendis undanfarnar vikur eftir að hann fékk nóg af síhækkandi ríkissköttum og ákvað að mótmæla með því að bjóða frítt kynlíf og áfengi með á vændishúsi sínu næstu vikur og jafnvel mánuði.

Nú er Fararheill per se ekki að mæla vændi bót þó enginn vafi leiki á að sú þjónusta heillar margann karlpeninginn og hefur gert í einhver þúsund ár eða svo. En vændi er löglegt í mörgum löndum Mið-Evrópu og þar á meðal í Sviss og Austurríki þar sem slík starfsemi er sköttuð eins og önnur starfsemi og hefur verið lengi. Þar á bæ hafa menn nefninlega áttað sig á, líkt og með fíkniefnin, að boð og bönn virka alls ekki í baráttunni gegn vændi og hafa aldrei gert. Það eina sem það gerir er að færa vandann í stað þess að leysa hann.

Þess vegna ætti vart að koma á óvart að traffík í vændishúsinu Pascha í rauða hverfi Salzborgar hefur aukist um einhver 400 prósent síðan eigandinn ákvað að mótmæla með að bjóða gestum sínum allt frítt og greiða kostnaðinn úr eigin vasa. Með því segist hann mótmæla að skattayfirvöld taki sífellt stærri hluta af hagnaði hans og geri svo alls ekkert til að koma í veg fyrir ólöglegt vændi á götum úti.

Þess má geta að vændishús í Austurríki eru vöktuð af ríkisstofnum og sömuleiðis vændiskonur sem þar starfa. Eftirlitið er bæði hart og virkt. Aldrei líður lengur en tvær vikur milli heimsókna eftirlitsmanna sem kannski útskýrir stóraukinn skattakostnað vændishúsaeigenda.