Flestir vitibornir menn vita af tilvist Miklagljúfurs í Arizóna í Bandaríkjunum enda stórkostlegt náttúrufyrirbæri þar sem tveggja billjón ára jarðfræðisaga heimsins liggur ljós fyrir í klettaveggjum. Öllu færri vita af tilvist enn stærra gljúfurs nokkru sunnar í Mexíkó.

Hluti Kopargljúfurs í Mexíkó. Sex sinnum stærra en Miklagljúfur. Mynd Steven House
Hluti Kopargljúfurs í Mexíkó. Sex sinnum stærra en Miklagljúfur. Mynd Steven House

Það magnaða fyrirbæri heitir Barranca del Cobre, Kopargljúfur á ylhýrri íslensku, og finnst í Tarahumara fjöllum í norðurhluta Mexíkó en það svæði er aftur hluti hins fræga Sierra Madre fjallgarðs.

Kopargljúfur hefur þrennt fram yfir Miklagljúfur; það er stærra, dýpra og þar eru ekki tugþúsundir ferðamanna á hverjum einasta degi.

Fyrst Miklagljúfur er það tilkomumikið að gljúfrið er meðal vinsælustu ferðamannastaða heims ár eftir ár er næsta víst að þeir sem missa andann yfir tilkomumiklu Miklagljúfrinu missa töluvert meira en það í Kopargljúfri.

Gallinn reyndar sá að ferðamenn eru sjaldséðir gestir hér um slóðir og margir þessi dægrin vilja halda því þannig enda búa í Kopargljúfri enn frumstæðir indjánar í tjöldum sínum hvers land og menningu skal varðveita. Ekki síðra er að síðustu árin hefur þeim farið fjölgandi fíkniefnabarónunum sem þar halda til enda svæðið víðfeðmt og menn þar vandfundnir.

Er því nokkur tími áður en hægt verður að fara þar um hættulaust en fyrir þá sem láta sig hafa það er gljúfrið ekkert minna en stórkostlegt. Þar má meðal annars fljóta niður lengstu fluglínu sem fyrirfinnst í veröldinni og er ábyggilega eitthvað sem geymist til dauðadags.