Sé það eitthvað eitt sem einkennir Íslendinga á ferðalögum erlendis þá er það mikil áfengisdrykkja að mati flestra þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Fararheill.

Linnulítil neysla áfengis er fylgisfiskur utanlandsferða Íslendinga.
Linnulítil neysla áfengis er fylgisfiskur utanlandsferða Íslendinga.

Fararheill forvitnaðist um það meðal lesenda sinna hvað það væri helst sem einkenndi Íslendinga á ferðalögum erlendis.

Af þeim 784 sem svöruðu voru 29 prósent á þeirri skoðun að það væri ofdrykkja sem öðru fremur einkenndi landann. Önnur 24 prósent sögðu helst einkennandi að Íslendingar héldu alltaf hópinn meðan 21 prósent sögðu áberandi hve landinn eyðir miklum fjárhæðum erlendis. Sautján prósent til settu sitt atkvæði á hversu glaðir og reyfir Íslendingar eru að jafnaði meðan 9 prósent töldu Íslendinga áberandi lélega tungumálamenn.

Við þökkum kærlega góða þátttöku. Það skal og ítrekað að kannanir okkar eru ekki vísindalegar í neinu tilliti en í versta falli forvitnilegar og í besta falli gefa vísbendingar um stöðu mála.