Á stundum dettur maður niður á tilboð sem virðast allt of góð til að vera sönn en þarf svo að klípa sig nokkrum sinnum þegar við nána skoðun allt reyndist vera eftir bókinni og satt og rétt. Það á sannarlega við um eitt magnaðasta ferðatilboð sem við höfum augum litið.

Hinar frægu lindir Pamukkale er meðal þess sem skoðað er í ævintýralega ódýrri Tyrklandsferð. Mynd Josu
Hinar frægu lindir Pamukkale er meðal þess sem skoðað er í ævintýralega ódýrri Tyrklandsferð. Mynd Josu

Um er að ræða fimmtán daga lúxusferð þýsku ferðaskrifstofunnar Travador til Tyrklands næstu mánuðina. Sú ferð er ekki aðeins löng og fín þegar kuldar sækja að fólki á norðlægum slóðum og sól skín enn vel í heiði í Tyrklandinu heldur er ekkert að setja út á ferðaáætlunina né verðið á pakkanum.

Ferðin er tvískipt. Annars vegar dvalist í vikutíma á fimm stjörnu hóteli með alles inniföldu og hina átta dagana er flakkað í fyrsta flokks rútu um merkilega staði og bæi við suðurströnd landsins. Staði á borð við Pamukkale, Bodrum, Side, Dalaman og fleiri og ýmislegt forvitnilegt barið augum á leiðinni.

En rúsínan í þessum pylsuenda er þó númer eitt, tvö og þrjú verðið sem er hreint út sagt fáránlega lágt. Fimmtán dagarnir kosta manninn miðað við tvo saman heilar 45.600 krónur!!!

Já, við sögðum ykkur að þetta væri grín. Og enn betra að þetta brandaraverð er í boði þegar þetta er skrifað í nóvember, janúar og febrúar. Flogið er frá fimm þýskum borgum og líklega liggur Berlín best við höggi en þangað er jú komist með Wow Air sem dæmi fyrir allsæmilegt verð þessa dagana. Gefum okkur að við komumst þangað í febrúar fyrir 30 þúsund krónur fram og aftur þá er heildarverð á þessum pakka vel undir 80 þúsund krónum fyrir hálfan mánuð í lystisemdum.

Allt um málið hér.