Þó flestar jarðlestarstöðvar New York séu komnar vel til ára sinna verður seint sagt að þær séu glæsileg völundarsmíð. Þvert á móti eru þær næstum allar heldur karakterlausar. Á því er þó ein undantekning.

Jarðlestarstöðin glæsilega sem aldrei var notuð í New York. Hana er hægt að sjá með því að fara með leið 6 þegar hún snýr við á leið sinni.
Jarðlestarstöðin glæsilega sem aldrei var notuð í New York. Hana er hægt að sjá með því að fara með leið 6 þegar hún snýr við á leið sinni.

Svo merkilegt sem það nú er þá hefur allra fallegasta jarðlestarstöð borgarinnar í raun aldrei verið hluti af jarðlestarkerfinu. Það helgast af því að um sama leyti og stöðin var reist voru keyptir nútímalegri lestarvagnar sem illa gátu notað stöðina atarna. Var það reynt til skamms tíma en svo alfarið hætt við eftir að sex hundruð farþegar höfðu farið um stöðina.

Stöðin er þó til staðar og er, eins og meðfylgjandi mynd ber með sér, glæsileg í meira lagi með sínu bogadregna þaki og flísalögð í hólf og gólf.

Það er ein einasta leið til að sjá hana og það er með því að fara með vagni 6 alla leið á enda og það er þegar hún snýr við á leið sinni sem leynda stöðin sést í allri sinni dýrð í stutta stund.