Skip to main content

Með tilliti til að reynsluboltum hefur verið mokað út í tonnavís hjá Fréttablaðinu og kvenkyns ungstjörnum skipað á básana í staðinn er vart hægt að búast við mögnuðum hlutum á þeim bænum. En að birta tæplega ársgamla fregn sem glænýtt stöff er fyrir neðan allar hellur BM Vallá.

Í blaði dagsins undir þeim fróma titli Neytendur má sjá frétt þess efnis að nú sé hægt að bera saman verð á flugi og panta gegnum flugleit Google.com. Tíðindin góð þó þjónustan nái aðeins takmarkað og ekki til og frá Íslandi og nýtist því fáum hér.

Verra kannski að Fararheill var fyrsti íslenski miðillinn sem birti af þessu fréttir og það þann 13. september 2012. „Nýja“ frétt Fréttablaðsins er svo gallsúr orðin að Orðabók Háskólans íhugar að endurnýja skilgreininguna á orðinu „gallsúr“ eftir frétt blaðsins.

Vekur þetta enn meiri furðu í ljósi þess að hinn íslenski flugleitarvefur Dohop er einn helsti bakhjarl Fréttablaðsins og auglýsa forsvarsmenn hans þar ótt og títt en flugleit Google er vitaskuld samkeppnisaðili Dohop.