Þegar ellefu hundruð sextíu og þrjú atkvæði hafa verið talin er ferðaskrifstofan Gaman ferðir enn í efsta sætinu í meistaradeild innlendra ferðaskrifstofa.

Allgott forskot Gaman ferða í meistaradeild innlendra ferðaskrifstofa
Allgott forskot Gaman ferða í meistaradeild innlendra ferðaskrifstofa

Ýmislegt kemur á óvart eftir að fyrri hluta keppnistímabilsins er lokið. Víst eru Gaman-menn að standa sig vel og hafa komið sterkir inn á markaðinn þrátt fyrir aðeins fjögurra ára aldur.

Ekki síður forvitnilegt að litlar ferðaskrifstofur mælast með hátt fylgi. Þar fremst Bændaferðir en ekki langt undan er hin akureyrska Trans Atlantic. Þá er ekki síður fróðlegt að fjölmargir telja enga af þekktari ferðaskrifstofum Íslands eiga atkvæði skilið. Sautján prósent þátttakenda krossa við „aðra aðila.“

Hitt líka sérstakt hve gengi „gömlu hundanna“ í bransanum er stopult. Heimsferðir komast varla á blað og miðjumoð hjá Vita ferðum. Helst að Úrval Útsýn skili einhverjum stigum í hús en er þó aðeins skrefi á undan Trans Atlantic.

Könnun okkar á hver sé besta ferðaskrifstofa Íslands verður áfram í gangi á vef okkar. Endilega skjóttu inn atkvæði 🙂