Meirihluti Íslendinga hefur smyglað vörum gegnum tollinn í Leifsstöð ef marka má svör í könnun Fararheill.is.

Íslendingar alvöru fólk. Stór meirihluti reynir að smygla smáræði gegnum tollinn í Keflavík.

Forvitnaðist Fararheill hjá lesendum sínum hvort þeir hefðu einhvern tímann smyglað einhverju gegnum tollinn eftir utanlandsferð.

52 prósent svöruðu þeirri spurningu játandi og önnur 16 prósent til neituðu að tjá sig.

Má draga nokkrar ályktanir af þeim fjölda sem ekki kýs að svara enda ólíklegt að fólk hefði eitthvað við það að athuga ef ekkert væri samviskubitið. 32 prósent svarenda fullyrtu að vera með tandurhreina samvisku hvað þetta varðar.

Alls greiddu 549 atkvæði í könnuninni sem taka verður fram að er ekki vísindaleg á neinn hátt. Hún gefur þó ákveðnar vísbendingar um stöðu mála og hugsanleg smásmygl til landsins 🙂