Skip to main content

Þ að er óhætt að fyrirgefa fólki ef það klórar sér í hausnum þegar talað er um pousadas eða paradores. Það fer svo sem ekki mikið fyrir auglýsingum um þær byggingar sem undir það falla.

Við fyrstu sýn er hér um nýlegt lúxushótel að ræða. Svo er ekki. Þetta er eldgamalt afskekkt klaustur sem fært hefur verið í hótelbúning á magnaðan hátt svo áhugasamir fái notið. Mynd conventodelbelmoto

Við fyrstu sýn er hér um nýlegt lúxushótel að ræða. Svo er ekki. Þetta er eldgamalt afskekkt klaustur sem fært hefur verið í hótelbúning á magnaðan hátt svo áhugasamir fái notið. Mynd conventodelbelmoto

Þær finnast nokkuð víða á Spáni og í Portúgal og eru að mestum hluta ríkisrekin hótel í báðum löndum. Óhætt er að spyrja hvers vegna í ósköpunum ríkið er að þvælast í hótelrekstri?

Ástæðan sú að þær byggingar sem fá pousada eða parador stimpilinn eru annaðhvort beinlínis sögufrægar eða menningarlega merkilegar byggingar sem breytt hefur verið í lúxushótel með það að markmiði að viðhalda byggingunum á sjálfbæran hátt ef svo má að orði komast. Allur hagnaður af rekstri hótelanna fer 100% í viðhald og lagfæringar á þessum menningarminjum.

Hugmyndin frábær því með slíku er mörgum merkum byggingum vel haldið við og fólki um leið leyft að skoða og njóta. Þetta er í raun húsafriðun sem ferðamenn borga fyrir. Ekki nóg með það heldur viðheldur hvert slíkt hótel fyrir sig venjum og hefðum svæðisins í kring og þannig fellur gömul menning, hefðir eða annað síður í gleymskunnar dá.

Og ekki er þetta pousada nálægt Porto af verri endanum. Skjáskot

Alls eru 40 pousadas í Portúgal og tæplega 200 paradores á Spáni og öll rekin með sama fyrirkomulagi. Það er því ávísun á að kynnast siðum heimamanna hvar sem gist er í Pousada. Þá eru sum þeirra í mikilfenglegum byggingum þar sem vistarverur eiga sér merkilega sögu.

Mælir Fararheill.is fullum hálsi með að prófa að minnsta kosti eina nótt á slíku hóteli jafnvel þótt yfirleitt séu þau mun dýrari en hefðbundin hótel. Þó er þó töluvert ódýrara að gista almennt í pousadas í Portúgal en á paradores á Spáni.

Hér má finna heimasíðu Pousadas hótelanna í Portúgal en þar má gjarnan finna góð tilboð annars lagið.

Allnokkur slík hótel má einnig finna á hótelvef Fararheill hér að neða. Leitaðu bara að pousada/parador/pousadas/paradores og þú finnur eitthvað ljúft og einstakt 🙂