Það eru ekki allir með þolinmæði til að bíða fram á sumar til að komast í sól og sælu á erlendum ströndum. En það er hægt að stytta biðina og smella sér til Marmaris í Tyrklandi í vikustund um miðjan apríl fyrir lítið.

Það er sautján gráðu meðalhiti í Marmaris í apríl gott fólk.
Það er sautján gráðu meðalhiti í Marmaris í apríl gott fólk.

Ferðaskrifstofa í Bretlandi er að henda nokkrum Tyrklandsferðum sínum á útsölu og um allt að 40 prósenta afslátt að ræða fram til 12. febrúar. Ein þeirra ferða er sérstaklega spennandi ef veskið er tómlegt. Hún kostar svo mikið sem 41 þúsund krónur á mann miðað við tvo saman. Engin skítaferð heldur. Fjögurra stjörnu hótel, allt innifalið og töluvert mikið líka í boði fyrir börnin ef þau fylgja með.

Bætum við ofangreindan kostnað 60 til 70 þúsund frá Íslandi til Englands og heim aftur að ferð lokinni og við erum komin í samtals 150 þúsund krónur á parið fyrir alla ferðina.

Þetta er svo hræbillegt að þú grípur tækifærið og ferð svo bara aðra ferð í sumar. Þannig verður lífið aðeins yndislegra.

Nánar hér en hringja verður til að bóka. Allt um Marmaris hér.