Það mega athafnamenn vestanhafs eiga að þeir koma skjótt og vel auga á alls kyns möguleg ný tækifæri í viðskiptum. Jafnvel þó hugmyndirnar margar fari fyrir brjóst milljóna.

Talið er að í Bandaríkjunum einum saman séu fjórar milljónir para sem stundi makaskipti. Það er dágóður hópur og hvers vegna ekki að bjóða þeim sérstakar siglingar. Mynd Jasperdo
Talið er að í Bandaríkjunum einum saman séu fjórar milljónir para sem stundi makaskipti. Það er dágóður hópur og hvers vegna ekki að bjóða þeim sérstakar siglingar. Mynd Jasperdo

Fullmikið er að segja að um æði sé að ræða en mikill uppgangur er í sölu tiltekinna skemmtisiglinga vestanhafs. Svo mjög að stórir bandarískir miðlar eins og USA Today sjá ástæðu til að fjalla um.

Ferðirnar umræddu eru makaskiptaferðir og/eða makalausar ferðir. Það er að segja: heilu skemmtiferðaskipin eru nú eingöngu að sigla um heimsins höf með fólk sem annaðhvort hefur áhuga að kynnast öðrum einhleypum ellegar frjálslyndum pörum sem opin eru fyrir makaskiptum stundarkorn eða svo.

Ekki taka okkar orð fyrir. Það nægir að leita að Singles Cruises eða Swingers Cruises á netinu til að finna ýmsar ferðir í boði allan ársins hring og þessi bissness hratt vaxandi.

Það forvitnilega er að stærsta fyrirtækið í makaskiptabransanum auglýsti fyrst slíkar ferðir fyrir aðeins sex árum síðan. Þá vakti það upp mikla hneykslun og vandlætingu víða í Bandaríkjunum. Það breytti engu. Ferðir hafa verið í boði reglulega síðan þá og nú fyrst er uppi typpið á þeim er slíkt bjóða. Orsökin er gríðarmikill áhugi og fullbókað er í ferð eftir ferð eftir ferð.

Kannski ekki svo undarlegt ef fólk dregur vandlætinguna aðeins frá augunum. Makaskipti eru sífellt vinsælli í vestrænum heimi. Makaskiptaklúbbar finnast í öllum borgum heims og það oftast nokkrir. Sömuleiðis hafa lengi verið sérstök makaskiptahótel í boði á stöku ströndum vestanhafs og í karabíska hafinu.

Ekki endilega slæmt heldur fyrir áhugasama því ekki þarf að leita langt eftir fólki með sömu áhugamál um borð í skemmtiferðaskipi í nokkurra daga siglingu. En vonandi að það sé skipt oftar en rúmföt en venjulega.