Allir sem dvalið hafa á þjóðhátíð í Eyjum lokakvöldið vita að það er æði magnað þegar kveikt er í tilþrifamiklum bálköstunum í Herjólfsdal. En það bliknar í samanburði við bálköst sem byggður er á eyri við Álasund í Noregi og kveikt í með pompi og prakt á sumarsólstöðum í júní.

Slinningsbålet er sjón að sjá í einhverjum fallegasta bæ Noregs
Slinningsbålet er sjón að sjá í einhverjum fallegasta bæ Noregs

Bálkösturinn atarna kallast slinningsbålet á máli frumbyggja og er alfarið hugmynd bæjarbúa sjálfra sem hafa með uppátækinu komið þessum afskekkta en afar fallega bæ á kort ferðamanna og það án allrar hjálpar frá yfirvöldum.

Slinningsbålet er árlegt fyrirbæri í Álasundi og lokahnykkurinn á sumarsólstöðuhátíð sem orðin er æði fjölsótt. Í aðdragandanum safnar fólk saman brettum og lakara timbri og hleður í einn háan köst sem undanfarin ár hefur náð allt að 40 metra hæð og komst í heimsmetabók Guinness 2010 þegar kösturinn náði rúmlega 45 metra upp í loftið. Til samanburðar er Hallgrímskirkja okkar Íslendinga 74,5 metrar.

Nafnið slinningsbålet er tenging í Slinningsodda en það heitir eyri sú eða tangi þar sem fyrirbærið er byggt ár hvert. Oddinn stendur aðeins spottakorn úti fyrir bænum og fínasta útsýni hægt að fá alls staðar að.

Leave a Reply