Hver vill ekki borga minna og fá meira? Spurningin nánast óþörf því það vilja flestir og því gæti vefurinn 5pm.co.uk komið sér vel fyrir alla sem eru á ferðalagi um Bretland.

Þessi vefur gæti vel sparað nokkrar krónurnar í mat og drykk
Þessi vefur gæti vel sparað nokkrar krónurnar í mat og drykk

Vefurinn sá heldur utan um tilboð veitingastaða í landinu öllu og veitingastaðir henda þar inn tilboðum vel fram á kvöld dag hvern í þeirri von að fylla laus borð sín.

Skáning er nauðsynleg til að panta borð gegnum vefinn en hægt er að sjá tilboð dagsins og hvaða veitingastaðir bjóða hvað og á hvaða verði án þess.

Reyndar er það svo að breska pundið er þrátt fyrir dýfu eftir Brexit gengið enn töluvert hátt og tilboð þau er Bretum þættu frábær þykir okkur Frónbúum helst til dýr (nema auðvitað biskup Íslands og alþingismönnum sem fá 40 prósenta launahækkun sísona án þess að blása úr nös.)

Engu að síður er þetta einn möguleikinn að spara skilding á ferðum um Bretland og borða á topp veitingahúsum án þess að dreifa reikningnum á tólf mánuði.

Nánar hér.

Leave a Reply