Þú ert í megnustu vandræðum. Senn líður að vori og þú enn að velta fyrir þér hvort málið sé enn ein Kanaríferðin eða hvort þú eigir að láta hjartað ráða og prófa eitthvað nýtt. Lúxusvika við Gardavatn gæti hjálpað.

Þeim er leiðist við Gardavatnið leiðist sennilega að lifa. Mynd Travelbird
Þeim er leiðist við Gardavatnið leiðist sennilega að lifa. Mynd Travelbird

Ferðasöluvefurinn Travelbird er þessa stundina að bjóða hreint ágætan túr til Ítalíu á hlægilegu verði ef lagt er í hann í lok mars.

Um er að ræða flug til og frá og gistingu á fjögurra stjörnu hóteli við Gardavatn með fullu fæði og bílaleigubíl innifalinn líka.

Þessu tilboði er ekki beint að Íslendingum heldur Norðmönnum og flug til og frá er frá Osló eða Bergen til Mílanó. En við erum svo stálheppin að engar takmarkanir eru á að kaupa ferðir hjá Travelbird né heldur er neitt vesen að komast ódýrt til Noregs. Þangað nokkuð auðveldlega komist fram og aftur héðan frá Íslandi undir 25 þúsund á mann með sæmilegum fyrirvara með Norwegian, Icelandair eða SAS.

Verðið á pakkanum: 74 þúsund krónur á mann frá Noregi. Plús þá 25 þúsund í flug héðan og heim. Samtals 100 þúsund á kjaft miðað við tvo saman. Þannig njótum við lífsins erlendis á lægsta mögulega verði 🙂

Allt um þetta hér en hraða þarf að hafa á. Tilboðið rennur út innan skamms.