Heita má að 99 prósent allra seldra ferða til Grikklands séu strandferðir af einhverjum toga. Sem er ljúft og gott í alla staði. En Grikkland er töluvert meira en sendnar strendur og ein góð tilboðsferð í boði nú til landsins frá Bretlandi liggur nokkuð utan þjónustusvæðis ef svo má að orði komast.

Hið fræga svæði Meteora er skoðunar vert fyrir mögnuð klaustur byggð hátt í bröttum klettum. Mynd alaskapine
Hið fræga svæði Meteora er skoðunar vert fyrir mögnuð klaustur byggð hátt í bröttum klettum. Mynd alaskapine

Hér um að ræða vikutúr í nóvember eða byrjun desember þar sem gist er á fimm stjörnu fjallahóteli við Pindus fjallgarðinn í norðurhluta Grikklands. Þetta er útivistarsvæði á heimsmælikvarða ekki svo langt frá landamærunum við Albaníu og ekki langt frá hinni frægu grísku borg Þessalóníku. Sem sagt verulega öðruvísi Grikklandsferð en venjulega.

Ekki svo að skilja að það sé eitthvað verra. Hótelið er fimm stjörnu, hálft fæði innifalið og ekki nóg með það heldur er líka bílaleigubíll innifalinn. Það er því leikur einn að þvælast hér um og kynnast því sem sumir kalla hið alvöru Grikkland. Prófa raunverulega sveitamat úr héraði og jafnvel skoða vínrækt héraðsins sem er allnokkur. Nú eða bara njóta ummönnunar á heilsulind hótelsins og gleyma lífsins amstri heimavið um stund.

Verðmiðinn á pakkann frá Gatwick gegnum Secret Escapes er aðeins 198 þúsund krónur á parið en þá þarf auðvitað að bæta við flugi til London og frá. Það finnst á þessum tíma niður undir 30 þúsund á mann svo þessi vikutúr til Grikklands gæti endað í 250 þúsund krónur plús klink til eða frá í heildina. Fjarri því slæmt verð á öðruvísi ferð.

PS: einhver gæti hrist höfuðið yfir fjallaferð til Grikklands í nóvember. Skítakuldi og vosbúð bara. En nei, það er ekki raunin. Meðalhitastig á svæðinu þann mánuðinn eru tólf gráður Celsíus eða sirka tíu gráðum heitara en á Íslandinu góða á sama tíma.

Það er ekki hér langt frá sem finna má hið fræga svæði Meteora sem er á heimsminjaskrá sem arfur mannkyns. Þar eru ein sex klaustur byggð á klettum en staðurinn sá mikilvægasti í landinu meðal grísku rétttrúnaðarkirkjunnar ×

Nánar hér.