Hvort sem þú komst alls ekkert erlendis yfir sumartímann eða dettur ekki í hug að ferðast utan að sumarlagi gæti nýtt tilboð til Kanaríeyjunnar Lanzarote hitt þig beint í hjartastað.

Lanzarote er vel frábrugðin öðrum eyjum Kanarí en alls ekki síðri fyrir það. Mynd Lanzarotetourism
Lanzarote er vel frábrugðin öðrum eyjum Kanarí en alls ekki síðri fyrir það. Mynd Lanzarotetourism

Ok, kannski ekki hjartastað en í það minnsta þarf veskið ekki að líða mikið fyrir vikulangan túr undir ljúfri haustsólinni og á fimm stjörnu hóteli með morgunverði. Til Lanzarote er nú komist í vikutúr 21. september frá London fyrir parið niður í 148 þúsund krónur miðað við gengi dagsins. Það svo lítið sem 74 þúsund krónur á haus.

Á sama tíma finnst flug héðan og heim aftur að ferð lokinni frá London með Wow Air án farangurs niður í 26 þúsund krónur á mann eða 52 þúsund alls.

Sem auðvitað þýðir að njóta má æði billegrar viku á besta stað fyrir tvö hundruð þúsund krónur í heildina. Það er fantagott verð ef þú spyrð okkur.

Meira hér.